Útlaginn.

Útlaginn, höggmynd Einars Jónssonar, frá 1898-1901, sýnir glöggt þær byrðar sem útlagi þess tíma bar á herðum sér. Hann var útskúfaður, hundeltur, svangur, kaldur, hrakinn, á flótta undan réttvísinni. Hver var þessi maður? Hann var sonur, bróðir, frændi, faðir. Hann var Guðs barn sem villst hafði af réttri leið, eða jafnvel hrakinn af meðbræðrum út í óbyggðir landsins.

Hver stóð með honum? Hver létti honum byrðarnar? Hver bað fyrir honum?

Biðjum fyrir útlögum okkar tíma.
Þeir eru líka synir, bræður, frændur, feður.
Þeir hafa líka villst af réttri leið.

Biðjum góðan Guð að leiða þá og styrkja.

Biðjum góðan Guð að létta þeim byrðarnar.

Biðjum góðan Guð að umvefja þá með kærleika sínum.

Megi þeir lifa í friði við Guð og menn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björg K Jónsdóttir
Björg K Jónsdóttir
Fyrst kemur: Fjölskyldan hin heilaga grunneining. Þá kemur lotning fyrir öllu sköpunarverkinu. Ættjarðarástin og náungakærleikurinn hrópar á okkur Íslendinga að standa saman sem ein þjóð.

Eldri færslur

Júlí 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband