Af hverju er ég með Nubo á heilanum?

Er það vegna þess að mig langar til að kynnast manninum betur áður en hann nemur land á Íslandi? Er það vegna þess að mig langar til að kynnast honum sem ljóðskáldi? Já einmitt, hvar eru ljóðin hans Nubo og um hvað skyldi hann yrkja?
Leyfist honum að yrkja um ástina og lífið; um fegurðina í menningu Kína; um andlega reynslu; um foreldra sína og átthagatengsl; um frelsi mannsandans? Ég lýsi hér með eftir ljóðum Huang Nubo.

Kannske er ég með hann á heilanum, vegna þess að ég vorkenni fólki sem hefur ekki alist upp við félagslegt frelsi né tjáningarfrelsi. Ég vorkenni þeim, vegna þess að þegar heimurinn opnast þeim í þágu "flokksins" þá muna þeir ekki að kjafturinn er víðari en kokið. Græðgin hleypur í það. Að ætla að sporðrenna öllum heiminum í einum bita, eins og virðist vera stefna Kínverja í málefnum er varða yfirtöku á náttúruauðlindum jarðarinnar, getur orðið okkur öllum til baga.

Þess vegna skulum við sammælast um það, að senda Nubo ljóðskáld heim til Kína. Þar hefur hann tækifæri til að sýna þjóð sinni hve mikið skáld hann er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björg K Jónsdóttir
Björg K Jónsdóttir
Fyrst kemur: Fjölskyldan hin heilaga grunneining. Þá kemur lotning fyrir öllu sköpunarverkinu. Ættjarðarástin og náungakærleikurinn hrópar á okkur Íslendinga að standa saman sem ein þjóð.

Eldri færslur

Júlí 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband