Lausnin.

Ég fór á ljómandi gott hraðnámskeið í verslunarstjórnun fyrir skömmu. Þátttakendum var uppálagt að koma með lausn á gátu sem send var í námskeiðsgögnum. Þarna var 100 manna hópur saman kominn. Enginn hafði séð lausn á gátunni. Ekki ég heldur. Það var nefnilega trix. Trixið var, að "hugsa út fyrir rammann, eða boxið. Þá var gátan auðleyst.

Þannig er það með öll deilumál, álitamál, ágreiningsmál; til að fá botn í málið, er nauðsynlegt að hugsa út fyrir rammann.

Þess vegna datt mér í hug, hvort við ættum ekki að horfa í aðrar áttir með lausn á okkar gríðarlega fjárhagshalla, en bara suður til Evrópu. Ef við tökum þetta hnattrænt, þá gætum við ásamt Noðrmönnum, Færeyingum, Grænlendingum og Alaska myndað NORÐURBANDALAGIÐ, sem yrði flottur rammi í kringum Norðurslóðirnar sem nú eru að opnast og breiða faðminn á móti okkur.

Semsagt, að finna lausnina með því að fara út fyrir þetta ESB box sem allt er að kæfa og hugsa sjálfstætt um framtíð þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björg K Jónsdóttir
Björg K Jónsdóttir
Fyrst kemur: Fjölskyldan hin heilaga grunneining. Þá kemur lotning fyrir öllu sköpunarverkinu. Ættjarðarástin og náungakærleikurinn hrópar á okkur Íslendinga að standa saman sem ein þjóð.

Eldri færslur

Júlí 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband