Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

Skuggasamningar á Íslandi

Hvernig ætlar ASÍ að taka á málum þegar Nubo fer að framkvæma á Grímsstöðum á Fjöllum og sækir um atvinnuleyfi fyrir samlanda sína frá Kína?

Mun ASÍ hafa til hliðsjónar skuggasamninga sem hafa verið gerðir af kínverskum atvinnurekendum á Íslandi, sem samræmast á engan hátt okkar reglum né evrópskum viðskiptaháttum? Nágrannar okkar, Grænlendingar, standa nú frammi fyrir þessari spurningu: á að leyfa eða ekki leyfa innflutning á kínversku vinnuafli til starfa í námum sem Kínverjar hafa sölsað undir sig. Það verður fróðlegt að fylgjast með þeirri þróun.

Hvernig stendur á því, að kínverjum er bara fyrirmunað að aðlaga sig að almennum viðskiptaháttum? Er svarið kannske að finna í þjóðarsálinni, þar sem einræðið er ríkjandi og kúgun hefur viðgengist um aldir? Svo þegar lokið er tekið af skálinni, þá sést hvernig spillingin og mannfyrirlitningin hefur fengið að grassera á öllum stigum þjóðfélagsins, þar sem mútur eru daglegt brauð og allt í þágu Flokksins.

Vonandi ber okkur gæfu til að bægja þessari plágu frá okkar litla landi.


Lausnin.

Ég fór á ljómandi gott hraðnámskeið í verslunarstjórnun fyrir skömmu. Þátttakendum var uppálagt að koma með lausn á gátu sem send var í námskeiðsgögnum. Þarna var 100 manna hópur saman kominn. Enginn hafði séð lausn á gátunni. Ekki ég heldur. Það var nefnilega trix. Trixið var, að "hugsa út fyrir rammann, eða boxið. Þá var gátan auðleyst.

Þannig er það með öll deilumál, álitamál, ágreiningsmál; til að fá botn í málið, er nauðsynlegt að hugsa út fyrir rammann.

Þess vegna datt mér í hug, hvort við ættum ekki að horfa í aðrar áttir með lausn á okkar gríðarlega fjárhagshalla, en bara suður til Evrópu. Ef við tökum þetta hnattrænt, þá gætum við ásamt Noðrmönnum, Færeyingum, Grænlendingum og Alaska myndað NORÐURBANDALAGIÐ, sem yrði flottur rammi í kringum Norðurslóðirnar sem nú eru að opnast og breiða faðminn á móti okkur.

Semsagt, að finna lausnina með því að fara út fyrir þetta ESB box sem allt er að kæfa og hugsa sjálfstætt um framtíð þjóðarinnar.


Af hverju er ég með Nubo á heilanum?

Er það vegna þess að mig langar til að kynnast manninum betur áður en hann nemur land á Íslandi? Er það vegna þess að mig langar til að kynnast honum sem ljóðskáldi? Já einmitt, hvar eru ljóðin hans Nubo og um hvað skyldi hann yrkja?
Leyfist honum að yrkja um ástina og lífið; um fegurðina í menningu Kína; um andlega reynslu; um foreldra sína og átthagatengsl; um frelsi mannsandans? Ég lýsi hér með eftir ljóðum Huang Nubo.

Kannske er ég með hann á heilanum, vegna þess að ég vorkenni fólki sem hefur ekki alist upp við félagslegt frelsi né tjáningarfrelsi. Ég vorkenni þeim, vegna þess að þegar heimurinn opnast þeim í þágu "flokksins" þá muna þeir ekki að kjafturinn er víðari en kokið. Græðgin hleypur í það. Að ætla að sporðrenna öllum heiminum í einum bita, eins og virðist vera stefna Kínverja í málefnum er varða yfirtöku á náttúruauðlindum jarðarinnar, getur orðið okkur öllum til baga.

Þess vegna skulum við sammælast um það, að senda Nubo ljóðskáld heim til Kína. Þar hefur hann tækifæri til að sýna þjóð sinni hve mikið skáld hann er.


Útlaginn.

Útlaginn, höggmynd Einars Jónssonar, frá 1898-1901, sýnir glöggt þær byrðar sem útlagi þess tíma bar á herðum sér. Hann var útskúfaður, hundeltur, svangur, kaldur, hrakinn, á flótta undan réttvísinni. Hver var þessi maður? Hann var sonur, bróðir, frændi, faðir. Hann var Guðs barn sem villst hafði af réttri leið, eða jafnvel hrakinn af meðbræðrum út í óbyggðir landsins.

Hver stóð með honum? Hver létti honum byrðarnar? Hver bað fyrir honum?

Biðjum fyrir útlögum okkar tíma.
Þeir eru líka synir, bræður, frændur, feður.
Þeir hafa líka villst af réttri leið.

Biðjum góðan Guð að leiða þá og styrkja.

Biðjum góðan Guð að létta þeim byrðarnar.

Biðjum góðan Guð að umvefja þá með kærleika sínum.

Megi þeir lifa í friði við Guð og menn.


Hver er Benjamin Creme?

Benjamin Creme er breskur listamaður og rithöfundur sem boðar nýja tíma hjá okkur mannfólkinu. Hann er boðberi vonar.
The Awakening of Humanity og The World Teacher for all Humanity eru m.a. rit eftir hann. Alice A. Bailey, Helena Blavatsky og Helena Roerich eru nefndar sem höfundar sem vitna um endurkomu Krists á jörðu, rétt eins og Creme.

TransmissionMeditation.org og Share-International.org eru síður sem vert er að heimsækja.

Þið sem vinnið í Ljósinu þekkið þennan boðskap: The Great Invocation.

Gaman að sjá þessa hluti í þessu samhengi.


Höfundur

Björg K Jónsdóttir
Björg K Jónsdóttir
Fyrst kemur: Fjölskyldan hin heilaga grunneining. Þá kemur lotning fyrir öllu sköpunarverkinu. Ættjarðarástin og náungakærleikurinn hrópar á okkur Íslendinga að standa saman sem ein þjóð.

Eldri færslur

Júlí 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband